Þú ert gestur númer  

Gestabók

Okkur þykjir vænt um ef þið skrifið í gestabókina og segið ykkar álit á efni síðunnar.

























     
Grín og gaman. Höfundur: Jóna Rúna
Meiri megrun

Glæta. Það er allt snar hérna í Hrafnanesinu
og pabbi gjörsamlega að flippa. Hann er búin að láta allt liðið vera á gulrótarsafa í viku og heimtar að allir vigti sig kvölds og morgna. Pælið í geðsýkinni. Allt bara af því að hann komst ekki í gömlu boxarabuxurnar um daginn.

Mamma er á útopnu
að leita að meiriháttar stúdentsgalla á Badda bróður. Það viti allir að hann getur að sjálfsögðu notað fermingarfötin langt fram á fimmtugsaldurinn. Ég meina svo svakalega er puttinn búinn að sitja puttann oft í kok síðustu daganna. Það vita allir að gellurnar hverfa allar dauðþreyttar frá honum. Drengurinn er svo meiriháttar uppáþrengjandi.Það þolir enginn sæmileg perra gaura sem eru stöðugt í Síberíu megrun.

Roðna ég rosalega að eiga svona ættingja?
Já og þá meina ég er eins og sést rólega að geðbilast. Vá, glæta. Pinninn hefur greinilega sleppt sælgætinu sem hann felur reglulega á bak við þvottavélina og gefur engum bita. Þessi dóni er ekki að hugsa um aðra. Nei, nei. Bara eitt stórt ég. Það var gott að ég gerði síðustu birgðir upptækar. Þetta var annars meiriháttar gott dæmi. Ég meina súkkulaðið var æði. Var einhver að segja að ég hefði fitnað? Ég meina ég hef kannski bólgnað eitthvað smá, en það er þá vegna þess að þetta lið hérna er að svo innilega þreytandi.

Það má segja að ég sé algjörlega vanrækt hér heima.
Fæ ég velgju? Já og meira en það. Ég er að fá kast. Ég meina það snýst allt gengið um gaurinn. Þolið ég svona rosalegt dekur? Nei og þá meina ég að það hafa nú fæðst fleiri hér á nesinu og meira að segja mun meira spes, en þessi ástsjúki, sjálfssveltandi, sígrenjandi, heilagi bróðir Baddi.

Ég verð að segja að ég er frekar grönn,
alla vega þarf ekkert að kvíða því að ég passi ekki í stúdentahúfuna og hvítu fingrahanskana. Mér finnst alveg meiriháttar hvað ég er heppin að hafa aldrei fundið fyrir afbrýðisemi. Ég er bara eitthvað svo spes, enda má segja að öllum nema þeim heima líki þrusuvel við mig sem er náttúrlega ekkert skrýtið verð ég að segja. Ég ætla sko að fylgjast vel með öllum seðlum sem þessi njálgur fær. Hann fær örugglega bíl eða bát eða eitthvað.

Pabbi sást borða hjá systrunum í næsta húsi.
Ég fer ekki fet á vigtina á morgunn. Ég faldi náttúrlega gripinn. Ég meina, ég bara varð. Eins og ég sjái ekki hvað allir horfa stingandi á mig. Ég veit að það elskar mig enginn. Ætli ég hafi verið tekin í misgripum á fæðingarheimilinu? Ég er öðruvísi, það sjá allir. Hver var að segja að ég væri "noja?" Við skulum bara athuga það að Jóa vinkona er alsæl síðan ég sagði henni að hún væri örugglega ekkert skyld settinu heima.

Ég meina liðið hjá henni er allt rauðhært
og svona meiriháttar skellótt í framan. Jóa er bara með þetta sex hundruð freknur. Við erum nýbúnar að telja. Ég meina það er nú eins og hvert annað smottirí á miðað við hinar appelsínurnar.

Vonandi verð ég uppgötvuð fljótlega.

Skrifað af: Jónu Rúnu Kvaran


Póstur til Jónu Rúnu

..