Þú ert gestur númer  

Gestabók

Okkur þykjir vænt um ef þið skrifið í gestabókina og segið ykkar álit á efni síðunnar.

























     
Grín og gaman. Höfundur: Jóna Rúna
Hallgerður rústar veislu

Það er alveg rosalegt álag á mér
þessa dagana, reyndar er nokkuð ljóst, að ég er rólega að geðbilast. Málið er að ég var sett í meiriháttar straff, þegar ég ropaði skyndi­lega, reyndar rosalega, í einni af mörgu laxaveislunum, sem gengið hérna heima hélt á dögunum.

Pælið í því,
maður er klæddur upp í föt og fínt, til að þóknast þessu ruglaða liði og má ekki einu sinni við matarborðið láta búkinn tala. Mamma er búin að grenja og grenja svo svakalega síðan þetta gerðist og er alveg með það á beru, að við séum búin að tapa öllum tengslum við um tíu toppa í þjóðfélaginu vegna þessa atviks.

Það eru alla vega tvær vikur
síðan nokkur minkapelsgella eða kjólfatapinni hafa hringt og boðið okkur í lax. Maður getur ælt þessum ofdekurs­veislum sem maður verður að sitja stífur í eins og hrífuskaft og brosa í allar áttir, þó maður hafi nóg, að gera með brosið þess á milli. Hvernig á ég t.d. að redda snarlega eins og fimm geisladiskum í safnið, ef ég lamast í kjálka við þetta álag. Hugsið ykkur og allt bara af því að ég er neydd til að brosa við liði sem er, hvort sem er, er ekkert nema frekjan og tilætlunarsemin.

Það er sko alveg greinilegt eftir svona áfall,
að ég brosi ekki fimmtán sinnum í röð fyrir afa á Grandanum í von um að sá gamli opni aldamótabudduna sína, til að redda þessu með diskana. Það er ekki hægt að safna sjálfur fyrir öllu. Ég er svo innilega búin. Ég meina, það eru takmörk fyrir því hvað hægt er að leggja á ungling sem er svo greinilega miður sín af þreytu og sennilega rétt við það að lognast bara útaf, eins og sést svo innilega.

Ég finn ekki betur en þeim sé svo sama,
þó ég breytist bara rólega í spegilmynd mína og hreinlega svífi hér um húsið eins og vofa. Bara af því að liðinu finnst svo sjálfsagt að nota mig nánast eins og borð­skraut, hvenær sem þetta sett hefur boð fyrir fólk sem varla getur talað fyrir flottheitum og fínum andlits­kippum. Það sést svo greinilega að þetta gengi er farið að sjúskast. Þoli ég þetta pakk? Nei! Og þá meina ég NO! Glæta að gefa þessum krumpuðu kroppum meiri tíma. Ég hef aldrei séð svona uppáþrengjandi og ofdekrað laxalið.

Glansmyndagengi sem ræður ekki við græðgina í sér
og sem betur fer ropaði ég framan í það með það sama. Áttu þau það skilið? Já, og það er á tæru. Við skulum bara athuga það, að þegar ég ráðlagði Jóu vinkonu að ropa svona innilega í einni veislunni heima hjá henni, þá gekk allt snarlega upp með það sama.

Jóa þurfti þetta sama kvöld
að díla smá peysu skipti við ellefu manna lið og varð að losna á innan við tíu mínútum við þetta " big mama borðhald" og það tókst. Hún bara ropaði til hægri og vinstri stanslaust í sirka fimm mínútur. Eða rólega, má segja, þangað til allir fengu sæmilega góða velgju og pabbi hennar sagði mjög smeðjulega:" Jóa þarf að fara, vonandi er öllum sama." Glætan eða þannig. Vonandi verð ég uppgvötuð fljótlega .

Skrifað af: Jónu Rúnu Kvaran


Póstur til Jónu Rúnu

..