Þú ert gestur númer  

Gestabók

Okkur þykjir vænt um ef þið skrifið í gestabókina og segið ykkar álit á efni síðunnar.

























     
Grín og gaman. Höfundur: Jóna Rúna
Kisulóran

Ég held svei mér þá að ég geri ekki fleiri
heiðarlegar tilraunir til að breyta þessu ofdekraða liði hérna í Hrafnanesinu. Ég meina pælið í því, ég eyddi öllu úr grísasparibauknum mínum til að kaupa angórukött svo að þetta geðsjúka lið fengi í eitt skipti fyrir öll að sjá sjálfan sig í gegnum þessa hrokafullu dýrategund. Allt vegna þess að það er á hreinu að hegðun hennar er svo innilega lík þeirra og við skulum ekki reyna að þræta fyrir það.

Meiningin var
að þetta gráðuga og hrokafulla lið fengi varanlega velgju við að uppgötva þessa einföldu staðreynd. Málið er, að kettir telja sig að sjálfsögðu öllum öðrum stofnum æðri og umbera okkur bara af því að þeir vita svo innilega, að við erum ekki af sama stofni og þeir. Enda erum við svo greinilega önnur og ófullkomnari tegund. Þeir borða það sem við gefum þeim, en standa fullkomlega klárir á því, að þeir sjái sjálfir að þessu leiti um sig.

Náttúrlega af því að þeir þurfa enga hjálp
til að borða matinn, það sést svo greinilega. Nú þeir fara og koma inn og út eins og ekkert sé sjálfsagðara. Maður sér svo innilega hvað þeir minna á vist fólk. Það er reyndar allt snar hérna í Hrafnanesinu núna, vegna þess að kisi er rólega búinn að leggja allt svæðið undir sig. Hann t.d. sefur hann í hjónarúminu, borðar í borðstofunni og dregur fiskinn á eftir sér um allt hús. Hann er meira segja er búin að stórflækja öll samskipti innan húss, það er á hreinu.

Pabbi settist við skálina hans,
af því að hann sá svo greinilega að kisi fékk betra þorskstykki en hann. Fær maður velgju? Já og þá meina ég kast. Mamma er tryllt, vegna þess að síðan kisi kom má segja að hún hafi bókstaflega gist ofan á borðstofuborðinu, vegna þess að hún vill ekki láta dýrið eyðileggja fyrir sér geggjaða naglalakksmeðferð sem hún splæsti frekjulega í, þó hún vissi að sá gamli væri að spara svo innilega fyrir einum Benzinum enn.

Rosalega er ég fegin að mér datt þetta í hug með kisa.
Það sést nefnilega svo greinilega, að ég er eina manneskjan hér heima sem er svo innilega í lagi. Ég hef orðið að halda á kisa þetta fimm til tíu tíma á dag á tvöföldu kaupi, svo þessir taugaveikluðu túttur yrðu ekki alveg snar. Ég hef líka orðið að sleppa skólanum, búðarferðum og öðru ofdekri. Ég hef ekki getað búið um mig í þetta tvær til þrjá vikur. Þetta er svo þreytandi lið. Úff glæta.

Ég veit ekki betur en ég hafi ráðlagt Jóu vinkonu að hleypa ketti inná heimilið, þegar hún þurfti smá frí frá þessu myglaða mannskap sem hún situr uppi með heima og ætlaði að halda meiriháttar gott partý eitt kvöldið fyrir skólaliðið. Hún náttúrlega skellti bara einum rosa fresketti með ætterni sitt á hreinu beint inná stofugólf og honum tókst með oflæti og ýtni að hreinsa bara allt kvikt úr húsinu út með það sama. Enda má segja að hún hafi verið munaðarlaus umtíma.

Vonandi verð ég
uppgötvuð snarlega.

Skrifað af: Jónu Rúnu Kvaran


Póstur til Jónu Rúnu

..