Þú ert gestur númer  

Gestabók

Okkur þykjir vænt um ef þið skrifið í gestabókina og segið ykkar álit á efni síðunnar.

























     
Grín og gaman. Höfundur: Jóna Rúna
Fermingin

Vá það er sko á hreinu
að ég sæki um í kvennaathvarfinu fljótlega og þá fá allir hér í Hrafnanesinu meiriháttar kast vona ég. Málið er að ég sé svo innilega hvað þessu liði er illa við mig. Pælið í því ég var bara rétt að benda þessum álftum á, að það bara gengur ekki að gefa heila sundlaug með meiru í fermingargjöf. Glæta eins og þessi ömurlegi þrettán ára ofdekraði litli ljótur sem öllu ræður hérna heima eigi bara að eignast allt hverfið, þó það verði að fresta fermingunni hans til annars í hvítasunnu.

Eins og Bubbi þessi þrettán ára ormur
geti ekki alveg eins synt í eldhúsvaskinum. Það er pabbi þessi lúmski blöðruselur sem ætlar að synda sjálfur í lauginni, til að getað veifað öllum gellunum hér í kring. Er guttinn kynóður. Já og rúmlega það verð ég að segja. Mamma þetta fertuga gamalmenni er náttúrlega í fullkomnu kasti. Hún neitar að kaupa sundlaugina, nema að það fylgi hjólhýsi með sturtu og öllum græjum með henni.

Maður veit svo innilega hvað hún ætlar að gera
við þetta hjólhýsi. Hún ætlar að "spæja" það sjá allir. Glæta þetta sett er rólega að fara með það litla sem eftir er að geðheilsu minni, enda má segja að þetta vesen á þeim sé eins og hvert annað andlegt ofbeldi. Rosalega er annars sumt fólk ósmekklegt. Ég meina það á bara að eignast allt. Ég skil ekki af hverju þau gátu ekki farið að ráðum mínum og gefið þessum freka fermingarhlunk bara sumarbústað í fermingargjöf, þá hefðum við getað haft það svo rosalega rólegt hérna heima. Svona fermingargengi sýnir enga stillingu. Eins og Bubbi þessi gjörspilti meters langi " big boy red head" eigi bara að komast upp með allt.

Glæta. Það varð að sérsauma á hann fermimgargallann
og nota má segja allt rautt flauel sem fannst í húsinu á hlunkinn svo rosaleg fyrirferð er á þessum níutíu kílóa bolta. Meira að segja varð ég að splæsa gardínunum mínum á rassinn á honum og rúmteppinu mínu í vestið hans. Svo á að fara að gefa gaurnum bara má segja allt úr sparibauk fjölskyldunnar til að splæsa í heilt vaskafat hérna á lóðinni. Allt gert á meðan ég er látin fara í strætó með hálfa blöðru á hægri stórutá í laugarnar og öllum finnst það ókey.

Það elskar mig örugglega enginn.
Það sjá allir að ég verð að splæsa í kút ef ég á ekki að drukkna útaf þessu með blöðrurnar. Við skulum bara athuga það þegar ég ráðlagði Jóu vinkonu að grafa að hamstarna sína í garðinum hjá sér þegar þeir dóu allir skyndilega þá breytist allt með sundlaugarmálin þeirra. Það fékk allt liðið heima hjá henni velgju þegar pabbi hennar ætlaði að búa til svona partýpott í miðjum garðinu.

Vinurinn bara hætti við,
enda má segja að alla heima hjá Jóu hafi dreymt á hverri nóttu svona rosalega stóra hamstra vera að synda yfir sig á svakalegu skriðsundi. Glæta. Það vöknuðu allir tístandi. Gott að enginn beit bara. Vá. Pælið í því.

Vonandi verð ég
uppgötvuð snarlega.

Skrifað af: Jónu Rúnu Kvaran


Póstur til Jónu Rúnu

..