Þú ert gestur númer  

Gestabók

Okkur þykjir vænt um ef þið skrifið í gestabókina og segið ykkar álit á efni síðunnar.
























     
Útvarpsþáttur Jónu Rúnu Kvaran
Á nótum vináttunnar

Komið þið sæl!
Þegar litið er til baka í fortíðina og eitt og annað rifjað upp, hvarlar hugur manns iðulega, að þeim tíma þegar flestar mömmur voru heimavinnandi og aldrei nein sérstök hætt á að brygðist, að mamma beið með opin faðminn, þegar mikið lá við og huggunar var þörf, vegna eins og annars sem á daga okkar barnanna dreif. Vissulega var gott að vita af einhverjum heima, þó efnin væru stundum að skornum skammti og eitt og annað setti skugga sinn á annars ágæta tilveru barnsins, sem hljóp með félögum sínum upp um holt og hæðir þess umhverfis, sem hún ólst upp í, sem var nýtt barnmargt hverfi í austur hluta borgarinnar, þar sem enn þá voru kindur á beit, en í dag eru komnar háar blokkir og fyrirferðar mikil íbúðarhús.

Allt virtist svo gott og gleðilegt,
þegar maður var á sprettinum á þessum fyrstu uppvaxtarárum og kannski var það það á vissan hátt. Einn var þó alvarlegur ljóður í götu okkar barnanna, sem annars nutum þess að vera til og það var það að á þessu sama heimili sem ég ólst upp á, þar sem voru heilbrigð og lífsglöð börn, ásamt kærleiksríkri, staðfastri og reglusamri móður, ríkti nefnilega iðulega ótti, örvænting og ofbeldi, vegna þess að á þessu sama heimilinu voru tveir erfiðir alkahólistar, sem gerður öðrum heimilisföstum á milli nánast ókleift að vera til með hegðun sinni og athöfnum.

Ástand sem enn í dag
fær mig til að svitna og fyllast hryllingi þess tíma, þar sem ótæpileg áfengisneysla annarra réði bókstaflega lífi mínu og tilveru, þannig að ég vissi reyndar aldrei hvort allt var vitlaust í kringum mig eða hvort hægt var að sofa þessa nóttina eða hina eða bara það að komast í skólann gat brugðist af sömu ástæðum. Nokkuð sem stjórnaðist meir og minna af ofdrykkjunni fólks, sem var í eðli sínu besta fólk, en réði ekki við sinn sjúkdóm og því fór sem fór.

Ólga óreglunnar
sem viðgekkst í kringum mig allan mig annars ágæta uppvöxt að öðru leiti og olli miklu óöryggi, var mér mjög sársaukafull og ég kysi ekki að endurlifa. Í öllu þessu var var þó lán í¢áláni og það var það eins og áður sagði, að í móður minni var góð fyrirmynd konu, sem bæði var trúuð og algjörleg reglusöm og það hefur vafalaust bjargað því að ekki urðu á persónuleika mínum alvarleg slys.

Ekki fyrir löngu hófst hér á Aðalstöðinni
nýr þáttur, sem heitir Alkalínan og er að mínu viti þáttur sem er tímbær og þarfur á öldum ljósvakans með tilliti til þess að aldur þeirra sem ánetjast er alltaf að færast neðar í árum og misnotkun mjög tíð. Þáttur þessi er á föstudögum klukkan 4.3o og enginn spurning um gagnsemi hans. SÁÁ menn bera þungan og ábyrgðina á þessum viturlega og gagnlega þætti. Stjórnandinn er Pétur Tyrfingsson blúsari og stór­söngvari, reyndar bróðir læknisins góðkunna Þórarins Tryfingssonar, sem var svo heppinn að verða pabbi ekki alls fyrir löngu komin á fimmtugsaldurinn og geri aðrir betur.

Þáttur þessi er opinn hlustendum
og ekki bara þeim sem eiga við misnotkun að stríða vona ég, heldur og ekki síður þeim sem eru þolendur þessa kvalræðis, sem misnotkun veldur alltaf og fáum er eins kunnugt um og mér eins og áður sagði. Það sem mér hefur þótt hvað hvimleiðast í allri seinni tíma þarfri umræðu um misnotkunn áfengis, er hvað við þolendur höfum haft ótrúlega fá tækifæri til að tjá okkur um, niðulægingu þá, sem við höfum mátt þola vegna þessa.

Eins verðum við að fá að vita
hvert hægt er að snúa sér nákvæmlega, þegar erfitt heimilislíf er að sliga viðkvæma barnssál og börnin sjá enga sýnilega undankomuleið útúr vandræðunum, nema með hjálp sér þroskaðri einstaklinga, sem þekkja vandann. Annað fullorðið fólk inn á heimilinu, er oftast svo smitað af því sýktu samskiptamynstri, sem misnotkuninni venjulegast fylgir, að það einfaldlega kemst ekki yfir eða tekur eftir, að barnið ber oftast harm sinn í hljóði og velur frekar að láta lítið fyrir sér fara, en að auka líkur á frekari heimilisófriði með því að gera jafnvel eðlilegustu kröfur um athygli eða kvarta yfir ótta sínum.

Börn alkahólista þurfa hjálp
og verða að vera vel upplýst um hvert þau mögulega geta snúið sér sjálfum sér til hjálpar og andlegrar varnar, til að getað rætt vanda sinn, þegar erfitt ástand drykkunnar er að sliga þau. En vissulega án þess að eiga kannski á hættu, að koma því foreldri sínu, sem ekki er ofurselt áfengis­nautninni í vanda ofan á þann vanda, sem fyrir er inn á heimilinu, sem afleiðing af ofdrykkjunni, sú til­hugsun veldur vissulega óbærilegri sektarkennd.

Af þessum ástæðum meðal annars
felum við börn alkahólista því oftast erfitt ástand heimilisins fyrir umheiminum og þeim sem umgangast okkur útí frá, jafnvel góðum vinum. Brosum í gegnum tárin og bítum á jaxlinn og reynum að standa okkur.

"Eins er að við börnin elskum
oftast líka þann aðstað­enda, sem er háður misnotkuninni og viljum ekki með rangri framkomu okkar, að okkur finnst, fá kannski meiri vanda fram hjá viðkomandi neytanda og eru af þeim ástæðum sífellt á varðbergi, að gera nú ekkert, sem getur valdið pirring eða óánægju hjá neytandanum. Við höldum nefnilega og ekki síst þegar við erum börn, að ef við erum sem fyrirferðarminnst, þá minnki vandinn og af þeim ástæðum erum við þolendur oftast, að safna upp skelfilegum ótta og sektarkennd, verðum reyndar sérfræðingar í að fjötra og hefta eðlilegar tilfinningar, vegna ástands, sem við hreinlega eigum engan þátt í að skapa, heldur sá sem drekkur vínið eða misnotar lyfin.

Þetta er eitt af því í mínu uppeldi,
sem ég á hvað erfiðast með að komast yfir, þó sjálf hafi ég verið svo heppin að nota ekki vín í mínu lífi og eins og áður sagði átti og á móður, sem er svo gæfusöm, að hafa aldrei notað vín eða á annan hátt brugðist sínum börnum, þó aðstæður væru oft þess eðlis, að freisting hlýtur að hafa verið fyrir hana, að gefast upp og gleyma sér í öllum erfiðleikunum.

Enn þá fæ ég martraðir
á nóttunum og finnst eitthvað vera að og fyllist ólýsanlegri skelfingu þess liðna og get ekki lýst því hvað ég verð svo fegin, þegar rennur upp fyrir mér, að áfengismisnotkun þeirra sem ég ann, er eitthvað sem tilheyrir fortíðinni og tek þá gleði mína aftur, bið til Guðs og góðra engla og sofna síðan róleg aftur á mitt vökula eyra.

Ófáar næturnar
í uppvextinum voru nætur skelfingar, vonbrigða, flótta, ofbeldis og leiðinda vegna áfengissýki fullorðins fólks, sem réði ekki við sjúkdóm sinn og gekk því yfir allt og alla í kringum sig á neikvæðan hátt.

Ljúft væri mér seinna,
að skrifa heila bók um það, hvað litla stúlkan Jóna Rúna leið mikið kvalræði í að öðru leiti ágætum, kærleiksríkum og fjölbreytilegum uppvexti, vegna þess að fullorðið fólk var óábyrgt gerða sinna, í vanda þeim sem sjúkdómnum áfengissýki fylgir, ef það gæti orðið hjálp fyrir einhverja þá, sem í dag eru í hópi þolenda, enda hef ég valið annars konar lífsmynstur mér til handa og get vart hugsað mér endurtekningu á hinu og lái mér hver sem vill.

Af þessum ástæðum
hlýt ég að fagna því meir en orð fá lýst, að Aðalstöðin skuli vera svo gæfusöm, að ljá þessu þarfa málefni þennan tíma í dagskrá sinni í viku hverri og vona svo innilega, að þáttur þessi megi þjóna því hlutverki, að verða ein af mörgum upp­lýsingaleiðum baráttufólks, fyrir bættri vínmenningu Íslendinga. Hyggileg tilraun, sem vonandi verður bæði neytendum og þolendum til blessunnar, í trú á það, að við þurfum ekki að ganga öllu lengur, í gegnum þá ömurlegu andlegu niðurlægingu, mannfyrirlitningu og ofbeldi það sem þessum hræðilega sjúkdómi fylgir, þegar hann nær hámarki í innra lífi þeirra sem ánetjast. Hóf er gulls í gildi í þessum efnum, sem öllum öðrum og verðugt keppikefli að vinna að.

Þetta er þátturinn "Á nótum vináttunnar"
þátturinn um mig þig og okkar mál, þar sem fjallað er á persónu­legan og kærleiksríkan hátt um allt það, sem viðkemur heilbrigðu og góðu mannlífi, stórt og smátt og flest ofur einfalt og á annan hátt vengjulegt og fátt tínt fram sem er nýtt eða ýkja frumlegt.

Við erum ekkert að ímynda okkur,
að við séum að leysa lífsgátuna eða breyta yfirleitt neinu, aðeins og miklu fremur að velta fyrir okkur hlutunum með hugmyndum og frásögnum af því sem okkur finnst áhugavert eða leiðinlegt hverju sinni. Gott markmið sem gefur okkur frelsi, til að vera með alvöru og hótfyndni á vígsl, í allri umfjölluninni, sem verður vissulega að teljast nokkur kostur á tímum of mikils andlegs hátíðleika.

Ég heiti Jóna Rúna
og af því að meiningin er að fjalla af stakri þráhyggju um þetta annars ágæta nafn til vors, er kannski rétt að íhuga, þó asnalegt sé, af hverju yfirleitt er verið að setja tvo nöfn á mann, þegar eitt hefði fyllilega þjónað tilgangi sínum hér og nú og óneitanlega ekki eins þungt að bera, á tímum hinna ýmsu vangaveltna, vegna ótæpilegrar þyngdar af ólíkum ástæðum.

Í kvöld eftir frásögnina
úr fáránleikanum fáum við svar við viðkvæmri spurningu hlustanda þáttarins í gegnum innsæi mitt og hyggjivit, með kærleikann að aðalafli, sem vonandi kemur að gagni. Gesturinn okkar er á margan hátt sérstakur og kemur um eða eftir klukkan 11, þó erfitt sé að tímasetja það nákvæmlega. Gesturinn er Katrín Snæhólm Baldursdóttir sölukona og mannúðarsinni.

Ég vil nota tækifærið
og þakka ykkur ágætu hlustendur fyrir öll bréfin og símahringingarnar vegna þáttarins, sem vissulega hefur hvatt mig til frekari dáða. Sérstaklega að gefast ekki upp í tengslum við það að koma á framfæri samantekt minni í reynslu, sem á einföldu máli má kalla ungbarnaheimspekina mína, en á hátíðlegra máli mætti kalla kærleikshvetjandi­heimspeki, sem mögulega getur nýst heilbrigðu fólki, til að örva sjálft sig til að efla það góða og gegna í sjálfum sér og öðrum, þó ekki leysi þessi ágæta heimspeki eitt eða neitt í lífi okkar og athöfnum.

Frásögn úr fáránleikanum
höldum okkur enn um tíma við frásagnir af vinkonu okkar sem hefur genin góðu, en er nokkuð viðutan og deila má um hvort ekki hefði verið betra, að raða þessum úrvarls genum ögn nákvæmar niður í upphafi, þannig að ekki væru í lífi vinkonunnar enn í dag, að gerast furðulegustu og reyndar fáránlegustu atvik og hlutir, sem vissulega geta orkað tvímælis og valdið vandræðum. Á unglingsárunum varð þessi elska alvarlega ástfangin og kynntist ungum sveini sem var sætur á mjög sérstakan hátt og er reyndar enn.

Eitt var þó, sem henni fannst
ekki beint áhugavert og það var, að viðkomandi var gífurlega frekknóttur, sem auðvitað myndi engu skipta í dag, en á þeim árum var þetta alvarlegur útlitsgalli á öllum, að mati þessa fagurkera, sem stúlkan virtist vera, enda sjálf vel skreytt freknum á eigin nefi, sem hafa þó dofnað með árunum því miður.

Svo var það eitt kvöldið
að aðstæður urðu einhvern vegin þannig, að ástin blossaði og upphófst smá kelerí, sem var alls ekki rustrautt af rómantík eða öðrum þeim tilfinningum, sem nauðsynlegar eru á milli fólks, ef rétt á að loga í ástarbálinu. Nú rétt þegar varir þeirra eru að mætast með tilheyrandi ákafa segir þesssi elska: " Ef ég vissi ekki að þú værir íslend­ingur myndi ég halda að þú værir kynblendingur, þú ert svo rosalega frekknóttur í framan, andlitið á þér er jafn mikið brúnt og hvít, er þetta ekki óþægilegt, veldur þetta ekki stundum misskilningi?

Aumingja strákurinn varð svolítið spældur,
en ákvað samt að gefa ekki kossinn eftir og teygði sig samt nærfærnislega að vörum vinkonunnar, sem ekki var heldur af baki dottin og sagði eins og ekkert væri rómantískar: " Veistu það, að það er eitthvað alveg brjálaðislegt við það að kyssa strák, sem er eins og taflborð í framan."

Nú varð strákur verulega reiður
og kossinn fór fyrir lítið og enn í dag má hann helst ekki sjá vinkonuna, án þess að fá gæsahúð af hrylling, enda maðurinn hollur undir kvenfólk og þær greinilega spenntar fyrir honum. Minnst virðast samt hrífa hann þær, sem greini­lega gefa ekkert eftir í hótfyndninni eða kald­hæðninni, frekar en hann sjálfur og freknurnar virðast ekkert há góðum árangri hans með hitt kynið, þó kannski hafi þær dofnað og maður skildi nú halda að það væri aðalatriðið, en ekki vesenið á vinkonuinni forðum daga eða hvað?

Það sakar ekki að heilsa
25 árum seinna, þó maðurinn sé býsna mikilvægur í þjóðfélaginu og nokkuð sniðugur verður að segja og smekkurinn sé álíkur og kossinn aldrei fengið rétt líf, sem vissulega má deila um, hvort ekki er synd fyrir viðkomandi strák, þegar á allt er litið þrátt fyrir allt.

Eftir því sem sagan segir
er vinkonan einstakur unaður einmitt í þessum efnum, sem öllum öðrum, með smá veseni þá í bland, sem ekki ætti að valda verulegum vandræðum, ef varlega er á málum haldið og hún ekki mjög viðutan á jafn viðkvæmum augnablikum og þegar ástin fær aukið líf og nákvæma meðferð, þó vissulega henni gæti dottið í hug að gá til veðurs í miðjum klíðum eða þannig.

Fara efst á síðu


Póstur til Jónu Rúnu

..